miðvikudagur, 30. júlí 2014

Blaðapoki

Þennan blaðapoka fann ég á netinu, ég gerði svo bara stærðina sem hentaði mér

 Komin til Svíðþjóðar

                                                              

Hækkaðar hálsfestarnar mínar


Heklaðar  Hálsfestar.



föstudagur, 18. júlí 2014

Meistarateppi

Í vetur  hekla  ég þetta  teppi handa Laufey Dís í útskriftagjöf
 hún útskrifaðist  21/7 2014 með Master í Sálfræði
og fékk þetta teppi í útskriftagjöf.   

Ég er reindar búinn að hekla  eitt svona teppi áður handa mér. Hún var mjög ánægð með teppið eins og sést



Afmælisgjöf fyrir Ásu systir





þetta er veski sem ég saumaði
 og sendi Ásu systir í 60 ára afmælisgjöf.

Ég pantaði sniðið á þessari síðu http://stitchingcow.com/




þriðjudagur, 24. júní 2014

bollamottur

þetta eru bollamotturnar sem ég gaf stelpunum í vinnunni keypti sniði  á vefnum, rosa gaman að gera þær og þær mjög glaðað.




mánudagur, 14. apríl 2014

Strípudúkur. Saumaður hjá Guðrúnu Erlu


Saumakvöld með Guðrúnu Erlu  miðvikudaginn 9. april 2014

við mættum þrjár  af Bútaskvísunum ég Jóna og Sonja til Guðrúnar Erlu og eins kom Stina vinkona líka - ótrúlega gaman og skemmtilegt verkefni sem hún bauð upp á.
 Smá sýnishorn af því sem við vorum að gera.





miðvikudagur, 9. apríl 2014

mánudagur, 7. apríl 2014

Bútateppi Anika

Fermingateppið hennar Aniku

Mikið hafði ég gaman að að sauma þetta teppi, frá byrjun var ég viss um að þetta passaði Aniku líka  litaglatt, bjart og svo sniðið. Ég keypti sniðið af netinu frá Happy Zombie það er ung kona sem heldur út bloggsíðu og selur sniðin sín á vefnu. Efnin keypti ég öll hjá Storkinum og ég verð að sega að það er yndislegt að sauma út þeim þau eru svo falleg vefnaðurinn er einstakur.


föstudagur, 4. apríl 2014

Birnuslá

það var fyrir nokkrum árum að við fórum nokkrir vinnufélagar í Ensku húsin og vorum það frá laugardegi til sunnudags, það var nú ýmisleg veri að bardúsa  m. a. heklað, prjónað, og svo tók ein sig til og las fyrir okkur það nýasta úr Sé og Heyrt

Mikið var gaman hjá okkur en við fórum aldrei aftur því er nú ver. jæja er eitt af því sem gert var þarna var prjónuð slá ég kalla han Birnu slá, ég ætlaði alltaf að gera hana en ekkert varð úr því fyrr en nú. Sláinn er srjónuð úr lopa ósköp auðveld, bara prjónuð ein lengja og svo er stutti endinn og langi endin saumaður saman.

mánudagur, 31. mars 2014

Hekluð sería í bústaðnum í gráu og silfurlitaður í hringum bjöllur ár


Er búin að hekla nokkrar ljósaserír,og gefið þær jafnóðum en nú er ég búinn að setja þessa upp í bústaðnum svo hún fer ekki langt.

þriðjudagur, 18. mars 2014

Bollamottur

Var í síðustu viku að sauma hjá þórdísi í bútaklúbbnum okkar,
gaman að venju og allir voru að gera mjög skemmtilegt verkefni

föstudagur, 7. mars 2014

Bútasaumur stika

Ég verð að blogga um flottu stikuna mín -  
 
Hún er bara hrein út sagt algjört töfratæki 
Ég panntaði þetta fyrir fyrir 2-3 árum en aldrei notað fyrr, þetta kemur sér vel þegar ég er að skera í Teppið fyrir fermingastelpuna mína, það gengur bara vel að sauma er að setja teppið saman,
 ótrúlega skemmtileg að sauma þetta teppi. hér koma myndir af flottu stikunni mínni :)

sunnudagur, 2. febrúar 2014

Heklað dúlluteppi

 Heklaða teppið minn búið.

 Mikið er ég ánægð með það, það er heklað úr 80 dúllum og heklað saman með svörtu ég fór niður í Föndru og vinkona mín sem vinnur þar kenndi mér að hekla teppið saman. Garnið keypti ég í Föndru og er frá Drops. Ég kláraðið það fyrir nokkru síðan  

Er að reyna bæta mig  með að setja allt inn jafnóðum :)

 

fimmtudagur, 23. janúar 2014

Bútateppi

Keypti svo flotta snið af teppi  hjá Happy Zonbie og á það að vera gjöf þegar nær dregur vorinu.

Fór í Storkinn í gær og var að velja efni otrúlega falleg efni og flott þjónusta sem ég fékk,  litirnir eru yndislegair ég ákvað að hafa mikla litagleði  í teppinu bæði er að ég hef séð þetta snið saumað dökt og það það misti karaterin og svo finnst mér skemmtilegra að sauma úr fallegum litum. þetta eru lítirnir

miðvikudagur, 22. janúar 2014

Kerti

Ótrúlega er gaman að gera kerti gerði fullt af kertum fyrir jól

þriðjudagur, 21. janúar 2014

Jólaskraut

Þessa hekluð skauta gerði ég handa Jónu minni í Vasteras og komu þeir flott út eins og hún setti þá upp,  ég hafði séð þá í pörum og sem pakkaskraut 
                                                
 Vigga frænka  sendi mér upskriftina.
þetta er heklað utan um bréfaklemmu og notað frekar fínt garn og heklunál 1 1/2 .

Peysa

      


 Peysan búinn og  farin að nota hana - var ekki lengi  að prjóna peysuna en  var lengi að taka hana í gagnið hún varð  alltof síð,  tognað svo á eingarninu ( einbandinu :) svo ég þurti að taka neðan af henni fekk fínar leiðbeiningar frá Viggu frænku.
Peysan komin í gagnið